New rectrictions due to COVID-19. Check all the information here
SKEMMTIMIÐAR

Bókanir og gjaldskrá

OPIÐ ALLA DAGA

10:00 - 17:00

HLUTFALL LEYFILEGS GESTAFJÖLDA
62%

Lífveruleit í Laugardalnum

9 júní 2021

Lífveruleit í Laugardalnum

I'm reading

Lífveruleit í Laugardalnum

Í júlí verður í boði skemmtilegt tækifæri fyrir gesti Grasagarðsins og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins að gerast sjálfstæðir náttúrufræðingar og kynna sér lífríki Laugardalsins. Alls konar lífverur, dýr, plöntur og sveppir hafa valið Laugardalinn sem sitt heimili. Þá er átt við þær lífverur sem eru þar á eigin vegum, ekki plönturnar sem eru ræktaðar í Grasagarðinum eða húsdýrin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Þetta eru t.d. þrestirnir í trjánum, ánamaðkarnir í moldinni, hunangsflugurnar sem suða í blómabeðunum, fíflarnir sem vaxa upp úr stéttinni og svo fram vegis. Það opnast fyrir manni heill heimur þegar grannt er skoðað. Alls staðar finnur lífið sér pláss !

Til að taka þátt í lífveruleitinni má nálgast fróðleiksspjöld, annað hvort í afgreiðslu Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, eða í Kaffi Flóru í Laugardal. Spyrjið starfsfólkið ef þið finnið ekki spjöldin. Á spjaldinu eru nokkur einföld verkefni/viðfangsefni þar sem þátttakendur eru hvattir til að leita að ákveðnum gerðum lífvera og velta fyrir sér nokkrum áhugaverðum spurningum. Allt mjög einfalt og þægilegt og hægt að framkvæma hvar sem er í Laugardalnum þar sem lífverur finnast.

Lífveruleitin er samstarfsverkefni Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, Grasagarðs Reykjavíkur og Reykjavík-iðandi af lífi en hið síðastnefnda er sérstakt fræðsluátak um líffræðilega fjölbreytni í borginni.

Verið með í lífveruleit í júlí í sumar. Tilvalið fjölskyldufjör á rólegum sumardegi.

Share this post
Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Related content

Viltu fá fréttir frá okkur!

Fáðu fréttir beint með tölvupósti.
This site is registered on wpml.org as a development site.