New rectrictions due to COVID-19. Check all the information here
SKEMMTIMIÐAR

Bókanir og gjaldskrá

OPIÐ ALLA DAGA

10:00 - 17:00

HLUTFALL LEYFILEGS GESTAFJÖLDA
62%

Skólahópar

Markmiðið með stofnun Húsdýragarðsins var að kynna borgarbúum og öðrum gestum íslensku húsdýrin, færa þá nær íslenskum búskaparháttum og efla tengsl milli manna og dýra.

Fræðsludeild

Fræðsludeild hefur verið starfandi innan garðsins frá upphafi. Í boði eru námskeið fyrir leik- og grunnskóla sem ýmist fara fram í leiðsagnarformi eða nemendur fá að upplifa á eigin skinni (hands on). Við viljum gjarnan að kennarar taki þátt í heimsókninni og séu starfsmönnum garðsins innan handar. Þá hvetjum við kennara til að undirbúa heimsóknina vel þannig að upplifunin af vettvangsferðinni nýtist þeim sem best í skólastarfinu.

Starfsmenn í fræðsludeild sjá alfarið um að bóka heimsóknir. Það er gott að bóka vel fram í tímann. Vinsamlega hafið samband vegna upplýsinga um fjöldatakmarkanir eða aðgengi í garðinn.
Hægt er að hringja í síma 411-5900 eða senda tölvupóst á namskeid@husdyragardur.is

Fræðsla fyrir nemendur í leik- og grunnskólum Reykjavíkurborgar

Núgildandi samningur á milli Skóla- og frístundasviðs (SFS) Reykjavíkurborgar og Fjölskyldu – og húsdýragarðs veitir nemendum í leik- og grunnskólum borgarinnar ókeypis aðgang að garðinum á skólatíma. Frístundaheimili fá ókeypis aðgang að garðinum meðan á frístundastarfi stendur á opnunartíma. Nemendur í skólum utan Reykjavíkurborgar greiða samkvæmt gjaldskrá sem finna má á næstu síðu.
Kynntu þér námskeiðin okkar

Námskeið fyrir leikskólahópa

Húsdýrin okkar

Húsdýrin okkar

Öll helstu íslensku húsdýrin í má finna í Húsdýragarðinum. Á þessu námskeiði er leikskólakrökkum boðið að skoða dýrin og kynnast þeim einstaklingum sem búa í garðinum. Þar læra þau um fjölskyldugerð, nytjar og helstu einkenni dýranna. Hámarksfjöldi nemenda í hverri leiðsögn er 20 og hægt er að bóka tvo hópa í senn. Námskeiðið er um 40 mínútur.

Hugrakkir krakkar

Hugrakkir krakkar

Ýmis framandi dýr sem ekki finnast í íslenskri náttúru eiga heima í garðinum. Skordýr, skriðdýr og froskdýr eru kynnt fyrir krökkunum og þau fá að handfjatla einhver þeirra. Þetta námskeið hentar best fyrir elstu börnin á leikskólanum. Hámarksfjöldi í Hugrakka krakka eru 10 börn. Námskeiðið er um 40 mínútur og aðeins er hægt að bóka einn hóp í einu.

Almenn og sérsniðin leiðsögn

Almenn og sérsniðin leiðsögn

Boðið er upp á almenna leiðsögn um húsdýr, villt dýr og framandi dýr í garðinum. Einnig er hægt að fá sérsniðnar leiðsagnir með áherslu á ákveðin dýr sé þess óskað. Hámarksfjöldi nemenda í hverri leiðsögn er 20 og hægt er að bóka tvo hópa í senn.

Námskeið fyrir yngsta stig í grunnskóla

Húsdýrin, nytjar og lifnaðarhættir

Almennt fer kennsla um húsdýr fram í þriðja bekk grunnskóla. Því bjóðum við upp á námskeið um húsdýrin fyrir þann aldurshóp þar sem áhersla er lögð á lifnaðarhætti þeirra og nytjar. Námskeiðið er í formi leiðsagnar sem tekur um klukkustund. Hámarksfjöldi nemenda í hópi eru um 26 og hægt er að bóka um 2-3 hópa í senn.

Almenn og sérsniðin leiðsögn

Boðið er upp á almenna leiðsögn fyrir alla aldurshópa sem tekur um klukkustund. Ef verið er að fjalla um ákveðið viðfangsefni í skólanum, er hægt að hafa samband við fræðsludeildina og óska eftir sérhæfðri leiðsögn. Hámarksfjöldi nemenda í hópi eru um 26 og hægt er að bóka um 2-3 hópa í senn.

Námskeið fyrir miðstig í grunnskóla

Vinnumorgun fyrir 6. bekk í grunnskóla

Vinnumorgun fyrir 6. bekk í grunnskóla

Á þessu námskeiði fá nemendur tækifæri til að taka þátt í umhirðu dýra, fræðast um þau og læra um landbúnaðarstörf almennt. Þetta er vinsælasta námskeiðið frá opnun garðsins. Námskeiðin fara fram á þriðjudögum og fimmtudögum og hefjast kl. 07:45. Einn bekkur (hámark 24 nemendur) kemst að í hvern morgun. Bekknum er skipt í þrjá hópa og þeir fá að sinna dýrum í fjósi, fjárhúsi og villtum dýrum. Í lok leiðsagnarinnar kynna nemendur það sem þau lærðu fyrir samnemendum sínum og vinnu lýkur um 10:30.

Dýrin og skynfærin

Dýrin og skynfærin

Nemendur í miðstigi grunnskóla læra almennt um skynfæri dýra. Því bjóðum við upp á námskeið þar sem dýrin eru skoðuð nánar og fjallað um hvernig þau skynja umhverfi sitt. Leiðsögnin er um klukkutími og hámarksfjöldi nemenda í hópi eru um 26. Hægt er að bóka um 2-3 hópa í senn.

Almenn og sérsniðin leiðsögn

Almenn og sérsniðin leiðsögn

Boðið er upp á almenna leiðsögn fyrir alla aldurshópa sem tekur um klukkustund. Ef verið er að fjalla um ákveðið viðfangsefni í skólanum, er hægt að hafa samband við fræðsludeildina og óska eftir sérhæfðri leiðsögn. Hámarksfjöldi nemenda í hópi eru um 26 og hægt er að bóka um 2-3 hópa í senn.

Námskeið fyrir efsta stig í grunnskóla

Framandi dýr

Ýmis framandi dýr sem ekki finnast í íslenskri náttúru eiga heima í garðinum. Á þessu námskeiði eru skordýr, skriðdýr og froskdýr skoðuð nánar. Auk þess sem aðlögunarhæfni dýranna eftir mismunandi búsvæðum er kynnt. Þetta námskeið tekur 40 mínútur og hámarksfjöldi í hópi er 20. Aðeins er hægt að taka á móti einum hópi í einu.

Villt íslensk spendýr

Spennandi námskeið fyrir nemendur á efsta stigi í grunnskóla. Á þessu námskeiði eru lifnaðarhættir og hegðun villtra íslenskra spendýra skoðuð nánar. Námskeiðið tekur um klukkustund og hámarksfjöldi nemenda er 26. Hægt er að bóka í tvo hópa í senn.

Almenn og sérsniðin leiðsögn
Boðið er upp á almenna leiðsögn fyrir alla aldurshópa sem tekur um klukkustund. Ef verið er að fjalla um ákveðið viðfangsefni í skólanum, er hægt að hafa samband við fræðsludeildina og óska eftir sérhæfðri leiðsögn. Hámarksfjöldi nemenda í hópi eru um 26 og hægt er að bóka um 2-3 hópa í senn.

Gjaldskrá

KR
4.000
Húsdýrin okkar. Hugrakkir krakkar
Leikskólar utan Reykjavíkurborgar greiða fyrir leiðsögnina og aðgangseyri samkvæmt gjaldskrá.
KR
5.000
Almenn leiðsögn. Húsdýrin, nytjar og lifnaðarhættir. Dýrin og skynfærin. Framandi dýr. Villt íslensk spendýr

Grunnskólar utan Reykjavíkurborgar greiða fyrir leiðsögnina og aðgangseyri samkvæmt gjaldskrá.

KR
8.500
Vinnumorgunn
Grunnskólar utan Reykjavíkurborgar greiða fyrir leiðsögnina og aðgangseyri samkvæmt gjaldskrá.

Viltu fá fréttir frá okkur!

Fáðu fréttir beint með tölvupósti.
This site is registered on wpml.org as a development site.