Fræðsludeild hefur verið starfandi innan garðsins frá upphafi. Í boði eru námskeið fyrir leik- og grunnskóla sem ýmist fara fram í leiðsagnarformi eða nemendur fá að upplifa á eigin skinni (hands on). Við viljum gjarnan að kennarar taki þátt í heimsókninni og séu starfsmönnum garðsins innan handar. Þá hvetjum við kennara til að undirbúa heimsóknina vel þannig að upplifunin af vettvangsferðinni nýtist þeim sem best í skólastarfinu.
Starfsmenn í fræðsludeild sjá alfarið um að bóka heimsóknir. Það er gott að bóka vel fram í tímann. Vinsamlega hafið samband vegna upplýsinga um fjöldatakmarkanir eða aðgengi í garðinn.
Hægt er að hringja í síma 411-5900 eða senda tölvupóst á namskeid@husdyragardur.is